Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 11:22:28 (2166)

1998-12-12 11:22:28# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[11:22]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 8. þm. Reykv. kom að byggðamálum í ræðu sinni. Greining hans á byggðamálum og tilflutningi fólks var að mörgu leyti rétt. Á uppgangstímum hefur fólki fjölgað í Reykjavík. Þau þáttaskil eru í þessari umræðu núna að rætt er um að sú útþensla sem verið hefur sé ekki æskileg fyrir borgina. Ríkisstjórnin hefur haft málið á sínu borði og unnið að því að snúa þróuninni við með afgerandi hætti.

Sannfæring mín er sú að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á þessu kjörtímabili hafi dregið að fjölda fólks. Sú stefna hefur verið mörkuð að stórframkvæmdir verði utan höfuðborgarsvæðisins ef áfram heldur í þeim anda. (Forseti hringir.) Ég tel það mikilvægt en tíma mínum er lokið í bili.