Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 11:30:01 (2172)

1998-12-12 11:30:01# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[11:30]

Svavar Gestsson (andsvar):

Ég býst við að það sé rétt, herra forseti, að skólagjöld séu núna innheimt samkvæmt gildandi framhaldsskólalögum en við vorum ósátt við þær breytingar sem voru gerðar á lögunum. Það er á grundvelli þeirrar afstöðu sem sú tillaga er flutt af þremur þingmönnum stjórnarandstöðunnar varðandi skólagjöld og verður gerð grein fyrir henni síðar í umræðunum.