Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 12:14:47 (2175)

1998-12-12 12:14:47# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[12:14]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er ágætt að menntmrh. kemur og upplýsir hvað sé frjáls aðild og lögbundin framlög. Ég var fyrst og fremst að vísa til þess að greiðslur voru innheimtar í skólunum áður en þau voru færð inn í fjárlögin. Við menntmrh. þekkjum alveg þá umræðu sem átti sér stað í aðdraganda þeirrar gjörðar. Ég var að vísa til þess að við höfum aldrei lagst gegn því að greiðslur sem rynnu til nemendafélaganna væru innheimtar. Við erum heldur ekki að leggjast gegn því að ákveðin innritunargjöld séu innheimt. En við leggjumst gegn skólagjöldum.