Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 13:14:16 (2190)

1998-12-12 13:14:16# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[13:14]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað verðum við með dýrri og nýrri tækni að samnýta hlutina betur hvort sem við gerum það í einu húsi eða tveimur húsum. Það er ágætt að hv. þm. bryddar upp á þessu. Hún segist ekki vera sammála því að sameina spítalana en um leið og menn eru farnir að tala um einn spítala, þá er búið að því. En það er hægt að gera það líka á ýmsan annan máta án þess að um allsherjarsameiningu sé að ræða. Það er hægt að samhæfa vissar deildir þannig að við séum ekki að tvöfalda kostnaðinn með dýrri tækni eða í samkeppni um starfsfólk á tveim stöðum þegar við getum nýtt það betur á einum stað.