Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 16:35:29 (2216)

1998-12-12 16:35:29# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[16:35]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég minntist hreint ekkert á Alþfl. í máli mínu. Ég minntist á samfylkinguna sem ætlar að ná hér völdum og hafa áhrif á næsta kjörtímabili. Ég minntist á stefnumál hennar.

Varðandi misskilning hv. þm. um loforð Framsfl. þá hljóðaði það upp á, svo að það sé tekið fram einu sinni enn, 12.000 ný störf kæmu inn á vinnumarkaðinn til aldamóta, svo að það sé nú alveg á hreinu. (GÁS: Til aldamóta? Á kjörtímabilinu.) Til aldamóta. Hv. þm. getur lesið það. Ég skal lána honum kosningastefnuskrána við tækifæri. Hann getur séð það þar.

Mergurinn málsins er hins vegar, og þess sér stað í fjárlögum, að atvinnuleysi hefur minnkað úr 6% niður í 3% og þar niður fyrir á kjörtímabilinu. Það finnst mér árangur sem hægt er að vera stoltur af.

Varðandi byggðamálin væri hægt að halda langa ræðu. Við erum einmitt með þau til meðferðar, hvernig hægt er að snúa þessari þróun við. En stefna samfylkingarinnar mun ekki gera það. Það er ljóst að ef stefna hennar nær fram, úr því að menn eru farnir að tala hér um stjórnmál á víðum grundvelli, þá mun hún ekki snúa við þróuninni í byggðamálum, heldur þvert á móti.