Húsnæðissamvinnufélög

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 18:18:49 (2238)

1998-12-12 18:18:49# 123. lþ. 39.4 fundur 333. mál: #A húsnæðissamvinnufélög# frv. 161/1998, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[18:18]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Þetta er alveg orðið skýrt varðandi 16. gr. og þennan lánaflokk sem þarna er nefndur, búsetumönnum munu standa 70--90% lán til boða.

Mér fannst mjög athyglisvert, það sem ráðherrann var að upplýsa núna rétt áður en hann steig úr ræðupúltinu. Ég spyr: Er þetta ný stefna varðandi kjör á leiguíbúðum almennt sem ráðherra nefndi, að verið sé að skoða hvort veita eigi styrk út á nýjar leiguíbúðir, sem mér skilst að sé þá bara í eitt sinn, einn styrkur og síðan ekki söguna meir? Ef þetta er rétt þá er verið að marka nýja stefnu hér varðandi kjör á leiguíbúðum.