Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 13:30:04 (2245)

1998-12-14 13:30:04# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[13:30]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil vekja sérstaka athygli á því að þær tillögur til fjárlaga sem við erum að greiða atkvæði um gefa að nokkru leyti óljósa mynd af því sem mun blasa við við 3. umr. Það vantar verulega inn í tekjuhliðina og verður það væntanlega endurskoðað milli 2. og 3. umr. Það eru ekki komin þarna inn framlög sem væntanlega og vonandi verða til stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Það eru ekki komin inn framlög til leiðréttinga á lífeyristryggingum eins og bent var á áðan og eru sennilega væntanleg og síðast en ekki síst hefur verið hér til meðferðar tillaga um byggðamál sem hlýtur að krefjast mikilla fjárframlaga úr ríkissjóði og þær tillögur eru ekki komnar inn í frv. enn eins og það lítur nú út.