Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 13:34:55 (2247)

1998-12-14 13:34:55# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[13:34]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er lagt til að til Þjóðhagsstofnunar renni 10 millj. kr. til að hefja vinnu að grænum þjóðhagsreikningum. Það er hugsað þannig að farið verði að meta þjóðarhag út frá öðrum mælikvörðum heldur en nú er hefðbundið. Sú vinna getur haldið áfram en við bætist vinna til að meta áhrif sem ekki eru mæld í núverandi þjóðhagsreikningum. Það má vitna til umræðu sem fram hefur farið að undanförnu um þetta mál, m.a. með þátttöku hagfræðinga úr fjármálaráðuneyti. Hef ég í huga Tryggva Felixson sem hefur skrifað skilmerkilega um þessi mál nýlega og ýmsa fleiri og vona að þessi tillaga fái brautargengi.