Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 13:47:05 (2251)

1998-12-14 13:47:05# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[13:47]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég sé sérstaka ástæðu til að gera grein fyrir þessari tillögu sem fjallar um auknar fjárveitingar til Kvikmyndasjóðs, um 40 millj. Ég tel að fjölmörg séu sóknarfæri í þessari atvinnugrein. Það er dálítið merkilegt með framlög til Kvikmyndasjóðs af hálfu ríkisins að ríkissjóður fær öll þau framlög aftur til baka. Það er vegna áhrifa m.a. á ferðamannastraum til landsins. Það hefur verið tekið út og sannað að ríkisvaldið hefur haft af því umtalsverður tekjur að hafa aukið framlög sín í Kvikmyndasjóð.

Þess vegna legg ég til, herra forseti, að hér verði gert enn betur og stutt við þessa atvinnugrein sem á mikla framtíð fyrir sér.