Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 14:09:22 (2256)

1998-12-14 14:09:22# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[14:09]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ríkisstjórnin axlar ekki ábyrgð vegna fíkniefnaneyslu unglinga miðað við fjárveitingar. Vandinn hefur aukist, fleiri og yngri neytendur hafa orðið neyslu fíkniefna að bráð. Það er eins árs bið í meðferð fyrir börn og unglinga og löng bið bæði í bráðameðferð og langtímameðferð. Eftir hækkun sjálfræðisaldurs þarf að taka verulega á vegna aldurshópsins 16--18 ára.

Í raun eru bara 25 millj. veittar til uppbyggingar hjá Barnaverndarstofu næsta ár. Tillaga okkar er að veita 30 millj. til viðbótar og ég hvet þingmenn til að styðja þessa tillögu. Þetta er sennilega þýðingarmesta tillagan sem er afgreidd hér í dag. Ég segi já, herra forseti.