Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 14:41:02 (2262)

1998-12-14 14:41:02# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[14:41]

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Hér er lagt til að 70 millj. kr. renni til Skipulagsstofnunar. Á bak við þessa tillögu eru samningar milli ríkisins og sveitarfélaga að upphæð 20 millj. kr. sem þegar hafa verið gerðir og ekki hefur verið veitt fjármagn til. Auk þess liggja fyrir umsóknir um samninga vegna aðalskipulags og svæðaskipulags nýrra verkefna upp á 50 millj. kr. Alþingi samþykkti fyrir einu og hálfu ári ný skipulagslög og það sýnist ástæða til þess að reyna að standa við ákvæði þeirra.