Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 14:54:23 (2267)

1998-12-14 14:54:23# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[14:54]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið hefur forsætisnefnd þingsins ákveðið að láta rannsaka þetta mál sérstaklega og fengið Ríkisendurskoðun til þess. Það er algerlega fráleitt að þingið sé að veita heimild sína til sölu á bréfum í þessu fyrirtæki á sama tíma og Alþingi er að láta fara fram rannsókn á málinu.

Virðulegi forseti. Það er á engan hátt tímabært að veita þessa heimild núna og því er ekki hægt annað en að segja nei.