Beiðni um fundarhlé

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 14:03:21 (2290)

1998-12-15 14:03:21# 123. lþ. 41.93 fundur 172#B beiðni um fundarhlé# (um fundarstjórn), RG
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[14:03]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Hér hefur komið fram eindregin ósk frá þingflokksformanni um að hlé verði gert á þingstörfum vegna málsatvika og að þingflokksformenn fái tækifæri til að hitta forseta vegna framvindunnar á Alþingi.

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að undanfarið hafa ekki verið fundir þingflokksformanna með forseta. Það er algengt að þegar komið er fram í síðustu vikuna á þinginu séu höfð nærri því dagleg samráð. Við höfum ekki hist síðan nokkru fyrir helgi. Það er mikilvægt að við ræðum saman. Aðeins það að svo sterk ósk komi fram hjá þingflokksformanni um að tækifæri gefist til að ræða þessi mál gerir það að verkum að að sjálfsögðu á að verða við því. Ég krefst þess að á sé hlýtt þegar svo hörð ósk er sett fram og tel að það jákvætt fyrir framvindu málsins, að stutt hlé verði gert á þessum fundi og þingflokksformenn og forseti geti rætt málin.