Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 14:41:43 (2298)

1998-12-15 14:41:43# 123. lþ. 41.92 fundur 171#B tilhögun þingfundar#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[14:41]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Eins og hv. þingmönnum er kunnugt var gert fundarhlé til þess að gefa formönnum þingflokka tækifæri til að ræða ásamt forseta um þinghaldið, um dagskrána í dag og störf þingsins í dag.

Þessum fundi er lokið. Niðurstaða hans er ósköp einfaldlega sú að það er enn ljósara en áður var að stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að það mál sem er á dagskrá verði tekið á dagskrá og rætt í dag og í kvöld. Stjórnarandstaðan hefur mótmælt þessu og vill að málið verði skoðað nánar. Það virðist ekki vera neinn samkomulagsflötur í þessu máli og því er ekki um neitt annað að ræða en að við höldum þingstörfum áfram.