Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 15:26:49 (2322)

1998-12-15 15:26:49# 123. lþ. 41.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[15:26]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér var spurt um hvort aðgengi vísindamanna að gagnagrunninum væri betur fyrir komið nú að mínu mati. Já, því er betur fyrir komið, m.a. að því leyti að hér er verið að fara eftir ábendingum Lagastofnunar sem benti okkur á að fella út aðgengisnefndina þannig að ég tel að þessu sé betur fyrir komið þannig að þetta standist frekar EES-ákvæðin. Ef við hefðum ekki tekið inn þessa breytingu milli 2. og 3. umr. er hugsanlegt að við hefðum fengið á okkur kæru vegna aðgangsnefndarinnar og hún hefði þurft að falla út síðar þannig að þá væri engin aðgangsnefnd en núna setjum við málin í samningaferli og það er alveg ljóst að starfrækslunefndin á að gæta hagsmuna heilbrigðisyfirvalda, heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna þeirra gagnvart aðkomu vísindamanna að upplýsingum úr miðlægum gagnagrunni í sambandi við vísindarannsóknir. Ég tel því að mikill misskilningur sé hjá Rannsóknarráði Íslands að tala um einhverja þrengingu.