Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 15:28:06 (2323)

1998-12-15 15:28:06# 123. lþ. 41.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[15:28]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel að framsögumaður meiri hlutans hafi rökstutt það mjög vel og skýrt að um er að ræða mismunun gagnvart vísindamönnum. Verið er að lögbjóða mismunun gagnvart vísindamönnum og það er mjög eðlilegt að Rannsóknarráð Íslands geri athugasemdir við það. Í öðru lagi spyr ég hv. þm. um þá gagnagrunna sem vísað er til með breytingum á 10. gr., gagnagrunna með erfðafræðilegum upplýsingum. Hvaða gagnagrunnar eru það sem hv. þm. hefur í huga að verði samkeyrðir? Hvaða gagnagrunnar með erfðafræðilegum upplýsingum og ættfræðilegum upplýsingum eru það og hvar er lagastoð fyrir þeim grunnum?