Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 16. desember 1998, kl. 14:32:36 (2417)

1998-12-16 14:32:36# 123. lþ. 43.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 123. lþ.

[14:32]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef það er smekkleysa að ræða um þá möguleika sem hugsanlegir eru ef þetta frv. verður að lögum þá er ég alveg undrandi á hv. þm. Það er einmitt þess vegna sem við leggjum þetta frv. fram, af því við teljum að miklir möguleikar séu á að koma í veg fyrir sjúkdóma og lækna sjúkdóma, þróa lyf. Það er markmið með þessu frv. (Gripið fram í.) Nei, ég held að stjórnarandstaðan geti ekki verið á móti því.

En það er eðlilegt að ég, sem legg þetta frv. fram, bendi á jákvæðu hliðarnar og, herra forseti, það getur varla verið bannað í þessum þingsal og það getur varla komið fólki algjörlega úr jafnvægi ef maður bendir á þá jákvæðu möguleika sem við sjáum fram á með þessu frv.

Varðandi aðra þætti skýrði ég áðan hverjar hugmyndir eru varðandi starfsleyfi. Við skulum leyfa þessu öllu að komast á koppinn, eins og sagt er, áður en menn fara að telja peningana af arðinum. Það er alveg ljóst að þegar starfsleyfið verður gefið verður það auðvitað kynnt. (JóhS: Í heilbr.- og trn.?) Það verður að sjálfsögðu kynnt í heilbr.- og trn.