Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 16. desember 1998, kl. 16:08:56 (2423)

1998-12-16 16:08:56# 123. lþ. 43.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 123. lþ.

[16:08]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem breytir eðli þessa máls er að þær upplýsingar sem er að finna í gagnagrunni eru gerðar að söluvöru og boðnar til kaups lyfjafyrirtækjum. Ef hv. þm. hefur ekki lesið auglýsingabæklinga frá væntanlegum sérleyfishafa þá ráðlegg ég honum mjög eindregið að gera það. Þar er talað um að gera tilraunir á íslensku þjóðinni. Það er talað um að gera það og íslenska þjóðin er samansett af einstaklingum. Þeir einstaklingar eru af holdi og blóði og þegar þeir borða pillur í tilraunaskyni þá er verið að gera tilraunir með þjóðina. Um slíkar tilraunir hafa verið gerðir alþjóðasáttmálar. Í þá sáttmála vitnaði ég. Þetta er eins morgunljóst og má verða en það sem er nefnilega breytt og nýtt er hvað þessi guðsvolaða ríkisstjórn er að bjóða alþjóðasamfélaginu upp á. Það er nýtt.