Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:19:12 (2455)

1998-12-17 11:19:12# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SP (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:19]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegur forseti. Sú frávísunartillaga sem lögð er fram af hálfu stjórnarandstöðunnar byggir að mínu mati á algerlega röngum fullyrðingum. Ástæða er til að ítreka enn og aftur hversu ítarlega meðferð þetta frv. hefur fengið á hinu háa Alþingi. Málið var lagt fyrir þingið sl. vor, í því var unnið í sumar og gerðar á því miklar breytingar, m.a. eftir ábendingum tölvunefndar. Um það hefur verið fjallað í heilbr.- og trn. á ótalmörgum fundum með tugum umsagna og gesta. Þessar staðreyndir tala sínu máli.

Nú liggur líka fyrir að á þinginu hefur alls 61 ræðumaður tjáð sig um gagnagrunnsfrv. en umræðan með andsvörum og atkvæðagreiðslum hefur staðið yfir alls í tæplega 54 klukkustundir. Ætlar stjórnarandstaðan síðan að halda því fram að ekki hafi öll sjónarmið komist að í þessu máli?

Virðulegi forseti. Við erum að stíga stórt skref. Hér er um framfaramál að ræða sem við eigum að samþykkja. Ég segi nei.