Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:20:20 (2456)

1998-12-17 11:20:20# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. 2. minni hluta BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:20]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Þetta mál er dæmi um vinnubrögð sem ættu að heyra til liðinni tíð. Hagsmunum fjöldans er kastað fyrir róða en þeir fáu útvöldu fá sínu framgengt hjá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Einkaréttur á einu mest vaxandi sviði atvinnulífsins, líftækniiðnaðarins, er brjálæði og það er andstætt heilbrigðum viðskiptaháttum. Persónuvernd Íslendinga er ógnað hastarlega með þessu máli auk þess sem ríkisstjórnin hefur beitt minni hlutann í heilbr.- og trn. valdníðslu og komið í veg fyrir lýðræðisleg vinnubrögð í nefndinni.

Málinu á að vísa til föðurhúsanna, herra forseti, og ég segi því já.