Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:32:10 (2463)

1998-12-17 11:32:10# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, StB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:32]

Sturla Böðvarsson:

Herra forseti. Hér er á ferðinni einstakt mál sem markar tímamót. Deilur um gagnagrunnsfrv. mega ekki og eiga ekki að bregða skugga á störf fjölmargra íslenskra vísindamanna sem vinna að rannsóknum á öðrum vettvangi.

Þær breytingar sem gerðar hafa verið á frv. voru nauðsynlegar og tryggja öryggi í framkvæmd laga um miðlægan gagnagrunn. Það skipulag sem lögin gera ráð fyrir á að geta aukið öryggi í meðferð sjúkraskýrslna og ákvæði um einkarétt er að mínu mati forsvaranlegt við þær aðstæður sem Íslensk erfðagreining hefur fært okkur upp í hendurnar.

Nú þegar niðurstaða er fengin skiptir öllu máli að ná sáttum við lækna og aðra vísindamenn sem verða að virða þá niðurstöðu sem af lögum leiðir. Ég styð frv.