Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:36:59 (2467)

1998-12-17 11:36:59# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:36]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ríkisstjórnin og aðrir stjórnarþingmenn eru ábyrgir fyrir afskaplega slæmum vinnubrögðum. Það var engin raunveruleg tilraun gerð til að sætta mismunandi sjónarmið.

Ég hef í umfjöllun þessa máls lagt mig fram um að reyna að leita sátta með margvíslegum tillögum. Það var algerlega lagst gegn öllum þeim hugmyndum og málið keyrt áfram í ósætti við vísindasamfélagið og heilbrigðisjónustuna. Ég get ekki stutt þessa afgreiðslu og segi nei.