Tryggingagjald

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 12:14:20 (2487)

1998-12-17 12:14:20# 123. lþ. 44.16 fundur 228. mál: #A tryggingagjald# (lífeyrissparnaður launamanns) frv. 148/1998, SvG
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[12:14]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tel að sú brtt. sem hv. þingmenn Vilhjálmur Egilsson og Ágúst Einarsson flytja sé til bóta í þessu máli, þ.e. að heimila það að þessi tryggingagjaldsfrádráttur sé gerður upp einu sinni á ári. Ég tel að það sé heldur betra og það einfaldi málið frekar.

Um málið að öðru leyti verð ég að segja að mér finnst þessi aðferð við tryggingagjaldið ekki góð. Ég er sammála Vinnuveitendasambandinu, Alþýðusambandinu og BSRB í því. Ég treysti mér því ekki til að styðja málið en mun ekki gera tilraun til að leggja stein í götu þess og mun sitja hjá við endanlega afgreiðslu málsins.