Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 17:27:16 (2540)

1998-12-17 17:27:16# 123. lþ. 44.97 fundur 178#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[17:27]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill fara nokkrum orðum um þinghaldið og það samkomulag sem náðist á fundi forseta og þingflokksformanna. Niðurstaðan er sú að áformað er að ljúka umræðu í eftirmiðdag og kvöld um 17. dagskrármálið, þ.e. Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, en 19. og 20. dagskrármálin verða tekin út af dagskrá og umræðan um þau hefst kl. 10.30 í fyrramálið.