Fjárfestingarbanki atvinnulífsins

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 20:18:28 (2561)

1998-12-17 20:18:28# 123. lþ. 44.17 fundur 229. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# (sala hlutafjár) frv. 167/1998, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[20:18]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það væri mjög skondið að afgreiða fjárlög frá Alþingi og gera ráð fyrir stórum sölutekjum af Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og það færi svo að ekki væri búið að afgreiða það frv. frá þinginu. Ég er hræddur um að einstakir þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef ekki allir, teldu að lítið mark væri takandi á fjárlögum ef ríkisstjórn og meiri hluti Alþingis gengi frá fjárlagafrv. frá Alþingi með þeim hætti. Það hlýtur að vera grundvallaratriði og ég býst við að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir sé mér sammála um að það hlýtur að vera grundvallaratriði að tekjuáætlun fjárlagafrv. sé alveg klár. Við vitum ekkert um hvað gerist eftir áramót og það þýðir ekkert að gera út á óvissuna í þessum efnum. Það hefur ríkisstjórnin aldrei gert. Hún gerir ekki út á óvissuna í þessum efnum. Það er útilokað annað en að ganga frá öllum lausum endum hvað það snertir áður en þing fer heim í jólahlé ef menn ætla að samþykkja alvörufjárlög.