Fjárfestingarbanki atvinnulífsins

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 16:56:41 (2617)

1998-12-18 16:56:41# 123. lþ. 45.2 fundur 229. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# (sala hlutafjár) frv. 167/1998, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[16:56]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Eðlilegast hefði verið að fresta afgreiðslu þessa máls eða vísa því frá eins og við stjórnarandstæðingar lögðum til en það var því miður fellt áðan. Eins og hæstv. ríkisstjórn hefur staðið að þessum málum og bersýnilega sýnt sig að valda á engan hátt því verkefni að fara með eignarhlut ríkisins í þessum mikilvægu stofnunum --- og ekki er ástæða til að ætla annað en að áframhaldandi einkavæðing og sala á því sem eftir er í Fjárfestingarbankanum verði sams konar farsi ef ekki verri en þeir sem þjóðin hefur mátt horfa upp á að undanförnu --- þá treysti ég ekki þessari ríkisstjórn til að fara með þessa sölu og er henni andvígur og greiði því atkvæði gegn frv.