Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 22:35:23 (2658)

1998-12-18 22:35:23# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[22:35]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill af þessu tilefni geta þess að gert hefur verið ráð fyrir að halda þessum fundi áfram. Eins og hv. þingmenn vita eru allmörg mál á dagskrá og reynt verður að vinna sem mest í haginn fyrir morgundaginn á þessum degi eða á þeim tíma sem eftir lifir af honum. Forseti getur því ekki svarað öðru til en því að við verðum að sjá hver framvindan verður. Eins og ég sagði þá er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna sem mest í haginn fyrir morgundaginn því það er margt sem ógert er.