Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 22:42:52 (2662)

1998-12-18 22:42:52# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[22:42]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill beina þeirri ábendingu til hv. þingmanna vegna þessarar umræðu um stjórn fundarins að forseta er ljós sú ósk og umkvörtun, þannig að það er e.t.v. ekki ástæða til að halda langar ræður um það og eyða tímanum undir miðnætti í þær umræður. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að fara yfir stöðuna og forseti er fús til að gera það en ég held að tímanum væri best varið í að ljúka þeirri umræðu sem hér stendur yfir í því dagskrármáli sem verið er að ræða fremur en nota tímann í skilaboð til forseta, sem forseta eru þegar ljós og hv. 5. þm. Reykn. kom mjög rækilega og ágætlega á framfæri. (Gripið fram í: En þingnefndarfundirnir?) (SJS: Við viljum fá hlé strax.)