Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 23:05:27 (2676)

1998-12-18 23:05:27# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[23:05]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill vekja athygli hv. þm. á því að á fundum forseta og formanna þingflokka eiga allir þingmenn sína fulltrúa þannig að ekki ætti að fara milli mála hvaða niðurstöður eru þar fengnar. Forseti veit ekki til þess að fallið hafi verið frá neinu samkomulagi þannig að það er það svar sem hægt er að gefa á þessari stundu.

Forseti telur rétt að gert verði hlé á fundinum, en vill lesa upp útbýtingartilkynningar áður en til þess kemur þannig að hv. þm. viti hvað til stendur. (Gripið fram í.)

Vegna fyrirspurna getur forseti þess að til hans hafa ekki komið neinar óskir um nefndafundi þannig að ekki hefur gefist færi á að taka afstöðu til þess. (ÖJ: Ætlarðu að gera hlé?) Forseti hafði hugsað sér að gera tíu mínútna hlé og vill eindregið beina þeim orðum til hv. þm. að gott samstarf náist um að ljúka þessu. Hins vegar er ástæða til að geta þess til að rifja upp störf þeirrar starfsstéttar sem hér er mjög nefnd, að vinnudagur trillukarla er oft langur, þannig að þingmenn ættu að minnast þess áður en gengið er til starfa hér. (Gripið fram í.) Það er gefið tíu mínútna hlé.