Fjáraukalög 1998

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 11:02:11 (2713)

1998-12-19 11:02:11# 123. lþ. 46.14 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[11:02]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að gera alvarlegar athugasemdir við það hversu frjálslega er farið með fé skattgreiðenda. Þetta eru 40 millj. kr. og það eru geysilega miklir peningar. Mér skilst að þetta hafi ekki verið rætt þegar ákveðið var að halda heimsmeistarakeppnina á Íslandi. Þá var talað um að hún mundi standa undir sér, ef ég man rétt.

Nú kemur bakreikningur mörgum árum seinna upp á 40 millj. kr. Ég verð að lýsa óánægju minni með það hvernig farið er með fé skattgreiðenda. Ég ætla að vona að Íslendingar vinni ekki aðra keppni þannig að þeir þurfi að halda heimsmeistarakeppni í öðrum greinum.