Fjáraukalög 1998

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 11:41:49 (2720)

1998-12-19 11:41:49# 123. lþ. 46.14 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[11:41]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. svaraði ekki spurningu minni. Ég spurði: Telur hv. þm. að það sé þessu unga fólki til bóta að Reykjavíkurborg hækki útsvarið á það? Telur hv. þm. að það sé þessu fólki til bóta að Reykjavíkurborg hækki fasteignaskatta þeirra? Telur hv. þm. að það sé þessu unga fólki til bóta að auka skattlagningu á fyrirtækin sem það vinnur hjá þannig að fyrirtækin leggist af eða geti ekki borgað laun? Ég vil fá svör við þessu.