Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 12:54:08 (2726)

1998-12-19 12:54:08# 123. lþ. 46.15 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[12:54]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég teldi brýnna að Alþingi gengi fram fyrir skjöldu í sparnaði í stað þess að fara út í framkvæmd sem er um 6 millj. á hvern þingmann við að byggja skála sem ég sé ekki að nein þörf sé fyrir. Starfsaðstaða þingmanna er verulega góð, ég er mjög ánægður með starfsaðstöðuna. Ekki kvarta ég.

Varðandi hrossin verð ég að spyrja: Hvernig stendur á því að það kostar 5 þúsund krónur að slátra einu hrossi? Er verið að greiða niður hrossin sjálf og er þá ekki réttara að færa þetta sem þróunarhjálp en sem niðurgreiðslu á slátrun? Eða er verið að styrkja menn sem hafa farið út í of mikla hrossarækt?