Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 15:19:35 (2748)

1998-12-19 15:19:35# 123. lþ. 46.15 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[15:19]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Það er oft skemmtilegt hvernig hugmyndaflug hv. stjórnarandstöðuþingmanna ber þá ofurliði. Hv. 11. þm. Reykn. finnur það út að ég sé að veitast að hæstv. menntmrh. (ÁE: Þú viðurkenndir það áðan.) í ræðu minni. Eins og hv. þm. hafa vafalaust heyrt þá var mér að sjálfsögðu fullvel kunnugt um þennan samning sem var verið að undirbúa og ég fagnaði honum alveg sérstaklega í ræðu minni. Hugmyndaflug stjórnarandstöðunnar er því með ólíkindum í málefnafátæktinni sem er svo alger í þessari umræðu að hún kemur jafnvel fram í slíkri ræðumennsku.