Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 16:03:13 (2753)

1998-12-19 16:03:13# 123. lþ. 46.15 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, GÁS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 123. lþ.

[16:03]

Guðmundur Árni Stefánsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér skilst raunar að um það sé eitthvert óskrifað samkomulag í þinginu um að nú skuli gera hlé á þessari umræðu, 3. umr. um fjárlög. Ég vil hins vegar hafa mína afstöðu í því algjörlega á hreinu. Mér finnst þessari umræðu engin virðing sýnd. Ég rifja það hér upp að 2. umr. um fjárlög íslenska ríkisins var sundurslitin mörgum sinnum, að vísu af öðrum ástæðum. Það var órói í þinginu þá vegna fundahalda almennt. En hér á að endurtaka þetta og ég árétta að mér finnst umræðunni engin virðing sýnd með þessum hætti og vil halda því hér til haga.