Fjárlög 1999

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 19:57:12 (2790)

1998-12-19 19:57:12# 123. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Frsm. meiri hluta JónK
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[19:57]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil þakka fyrir þá umræðu um fjárlög sem hér hefur farið fram. Hún hefur verið málefnaleg og ég hef í rauninni ekki miklu við að bæta og ætla ekki að lengja hana. Erindi mitt var að mæla fyrir þrem brtt. Tvær þeirra varða ákvörðun sem kom upp á borð okkar eftir að búið var að gefa út nál. og ég flyt þær tillögur ásamt Sturlu Böðvarssyni. Sú fyrri er að við 7. gr. komi nýr liður:

,,Að semja við sveitarfélög eða samtök þeirra um uppgjör vegna innlausnar íbúða í félagslega íbúðakerfinu.``

Til að standa undir þessu er lagt til á þskj. 597 að útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum hækki um 50 millj. en áður hafði verið gerð brtt. um að hækka þau um 110 millj.

Seinni brtt. er á þskj. 601, við 7. gr. komi nýr liður: ,,Að selja hluta lóðar Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, Reykjavík.``