Landmælingar og kortagerð

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 20:04:54 (2793)

1998-12-19 20:04:54# 123. lþ. 47.3 fundur 370. mál: #A landmælingar og kortagerð# frv. 132/1998, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[20:04]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. sagði að það hefði skort lagastoð. Nú vil ég spyrja hv. þm.: Skorti lagastoð þegar Siglingamálastofnun var flutt í Kópavog? Hafa Bændaskólinn á Hvanneyri og Bændaskólinn á Hólum um aldir verið lagastoðarlausir? Þannig mætti áfram spyrja. Jafnvel mætti spyrja hvort Litla-Hraun sjálft hafi verið ólöglega staðsett á Eyrarbakka alla þessa öld. Ég vil spyrja hv. þm. um álit hans á þessu. Það má jafnvel nefna sýslumenn og skattstofur á landsbyggðinni. (SJS: Sýslumanninn á Hólmavík?) (Gripið fram í: Hvað með hann?) Jafnvel á Húsavík líka.