Ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 21:05:34 (2814)

1998-12-19 21:05:34# 123. lþ. 47.14 fundur 336. mál: #A ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði# (réttur til styrkja) frv. 143/1998, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[21:05]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins vekja á því athygli, af því að það kom ekki fram í máli hv. þm., að fyrir liggur skýrsla frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sem ég hef lagt fyrir þingið, þar sem þessir útreikningar eru allir mjög nákvæmir. Þar kemur fram, ef ég man rétt, að það séu á bilinu 130--375 þúsund sem þetta getur munað eftir búsetu og eftir því hvaða nám er stundað. Ég hef því látið kanna þetta mjög ítarlega og það liggur fyrir. Hve háar fjárhæðir þarf hins vegar til að jafna þennan mun hef ég ekki í sjálfu sér lagt mat á en það eru verulegar hækkanir á þessum lið ár frá ári og það er mjög ánægjulegt að heyra að þeir sem fjalla nú sérstaklega um byggðamálin ætli að taka þetta mál sérstaklega fyrir. Ég bendi á þessa skýrslu og að menn hafi hana til hliðsjónar við mat sitt og þá tillögugerð sem þessi nefnd er sérstaklega að fjalla um.