Samningur um Norræna fjárfestingarbankann

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 21:14:25 (2818)

1998-12-19 21:14:25# 123. lþ. 47.18 fundur 297. mál: #A samningur um Norræna fjárfestingarbankann# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[21:14]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um till. til þál. um fullgildingu samnings milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um Norræna fjárfestingarbankann.

Utanrmn. hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Helga Ágústsson og Tómas H. Heiðar frá utanrrn.

Það er ljóst að með aukinni alþjóðavæðingu atvinnulífs á Norðurlöndum og stuðningi eigenda bankans hefur starfsemi hans orðið alþjóðlegri. Lán og ábyrgðir eru nú ekki aðeins veittar til verkefna á Norðurlöndunum heldur og utan þeirra. Í ljósi aukinnar alþjóðlegrar starfsemi bankans og þeirrar auknu áhættu sem því fylgir hefur verið talið mikilvægt að treysta með formlegum hætti alþjóðlega stöðu bankans og gengur þetta nál. og þáltill. út á það að staðfesta þennan nýja samning sem gerður hefur verið.

Guðný Guðbjörnsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sem eru áheyrnarfulltrúar á fundum utanrmn. eru samþykk áliti nefndarinnar.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt en undir nál. skrifa Tómas Ingi Olrich, formaður, Össur Skarphéðinsson, Árni Ragnar Árnason, Margrét Frímannsdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Árni Mathiesen, Sighvatur Björgvinsson, Siv Friðleifsdóttir og Gunnlaugur M. Sigmundsson, sem skrifar undir álitið með fyrirvara.