Breytingar á ýmsum skattalögum

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 21:16:40 (2819)

1998-12-19 21:16:40# 123. lþ. 47.19 fundur 150. mál: #A breytingar á ýmsum skattalögum# frv. 159/1998, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[21:16]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég ætla að mæla fyrir nál. frá meiri hluta efh.- og viðskn. og brtt. við frv. til laga um breytingar á ákvæðum ýmissa skattalaga. Þessar brtt. koma fram á þskj. 503 og snúa fyrst og fremst að því að breyta því að ekki er fyrirhugað að afgreiða núna fyrir jólin frv. til laga um innheimtulög og heldur ekki frv. til laga um sjálfseignarstofnanir. Síðan eru hér ákveðnar brtt. vegna gjaldtöku fyrir vegabréf og þær koma allar fram á þskj. 503.