Útflutningsráð Íslands

Laugardaginn 19. desember 1998, kl. 23:00:49 (2846)

1998-12-19 23:00:49# 123. lþ. 47.25 fundur 340. mál: #A Útflutningsráð Íslands# (tekjur, samráðsnefnd, stjórn o.fl.) frv. 137/1998, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[23:00]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. frá meiri hluta efh.- og viðskn. við frv. til laga um breyting á lögum um Útflutningsráð.

Markaðsgjald mun falla niður um áramótin ef ekki verður að gert og því mikil þörf á að taka á þessu máli um Útflutningsráð.

Nefndin hefur fjallað um þetta frv. sem liggur hér fyrir og fengið á sinn fund allmargra aðila sem getið er um á þskj. 545. Meiri hluti nefndarinnar gerir tillögu um ákveðna breytingu sem liggur fyrir í nál. Hún er afar einföld og gengur út á að markaðsgjald sem notað er til að fjármagna Útflutningsráð sé frádráttarbært frá tekjum fyrirtækja. Að öðru leyti skýrir frv. sig sjálft.

Nefndin gerir ekki ráð fyrir öðrum breytingum á frv. en fram koma í nál.