1998-12-20 00:36:29# 123. lþ. 47.1 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[24:36]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er lítil stofnun sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þá 25--30 þúsund einstaklinga á Íslandi sem eiga við heyrnardeyfu að stríða. Þessi stofnun hefur á undanförnum árum því miður ekki getað sinnt vel sínu lögboðna hlutverki vegna þess að hún hefur verið sliguð af uppsöfnuðum halla og gerum við í minni hluta fjárln. tillögu um að þessi halli verði greiddur upp.