1998-12-20 00:54:23# 123. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[24:54]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Nú er verið að greiða atkvæði um aukið fé í Kvikmyndasjóð Íslands. Samtals verður 40 millj. kr. meira varið til sjóðsins en gert var ráð fyrir í fjárlagafrv. Það sérkennilega er að nákvæmlega sama tillaga frá mér var felld við 2. umr. Ég hef á undanförnum árum lagt til aukið fé í Kvikmyndasjóð en þær tillögur hafa allar verið felldar.

Nú hefur hæstv. ríkisstjórn séð ljósið og eykur fé til þessara mála og hefur jafnframt gert sérstakan samning um það mál sem ég fagna. Það er e.t.v. ekki hlutverk okkar stjórnarandstæðinga að hljóta uppskeru í atkvæðagreiðslu á Alþingi en tillaga mín er í höfn og það er meginatriðið.