1998-12-20 01:04:01# 123. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[25:04]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér sér svona rétt í forsmekkinn á því sem ég trúi að sé í vændum hvað varðar útgjöld okkar vegna svonefnds Schengen-samnings en hér á að leggja til undirbúnings eða upphafs að þátttöku okkar í því verkefni litlar 82,2 millj. kr. þegar hækkun samkvæmt þessari brtt. er lögð við það sem fyrir var í fjárlagafrv. Mér segir svo hugur um, herra forseti, að við eigum eftir að sjá meira af svo góðu á næstu árum og hyggilegast væri að fara ekki út í þessa ófæru. Ég leggst því gegn því að þessi fjárveiting verði samþykkt.