1998-12-20 01:14:48# 123. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[25:14]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Einu sinni enn reynum við fulltrúar minni hlutans í fjárln. að fá meiri hluta Alþingis til að samþykkja fjárveitingar til stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sem dugi til að tryggja þeim eðlilegan rekstrargrundvöll. Sannleikurinn er sá að ef ekki koma til aukin framlög við þessa atkvæðagreiðslu, bæði þessa og þegar við eftir stutta stund greiðum atkvæðum um jafnháa upphæð til Sjúkrahúss Reykjavíkur, þá er ljóst að þau verða komin með samanlagt meira en eins milljarðs rekstrarhalla í lok næsta árs. Það er ákaflega óviturlegt, herra forseti, og ég segi að sjálfsögðu já.