1998-12-20 01:42:58# 123. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, JónK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 123. lþ.

[25:42]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Hér er verið að afgreiða fjárlög með tekjuafgangi upp á 2.600 millj. kr. Afkoma á árinu 1998 og 1999 gerir kleift að greiða niður skuldir um 30 milljarða kr. Þetta styrkir stöðugleikann í þjóðfélaginu, þetta styrkir fjárhag ríkissjóðs. Þrátt fyrir þetta hefur verið hægt að leggja fram framlög til byggðamála. Það hefur verið hægt að leggja fram framlög til velferðarkerfisins og batnandi afkoma ríkissjóðs lækkar vaxtagreiðslur og styrkir velferðarkerfið til frambúðar og hagsmuni hinna verst settu í þjóðfélaginu. Ég tel þetta góða afgreiðslu og ég tel þetta merk tíðindi og þakka sem sem að hafa unnið.