Fundargerð 123. þingi, 0. fundi, boðaður 1998-10-01 13:53, stóð 14:04:18 til 14:50:32 gert 1 15:1
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

ÞINGSETNINGARFUNDUR

fimmtudaginn 1. okt.


Þingsetning.

Árið 1998, fimmtudaginn 1. október, var hundrað tuttugasta og þriðja löggefandi Alþingi sett í Reykjavík. Er það hundraðasta og fyrsta aðalþing í röðinni en hundrað þrítugasta og áttunda samkoma frá því er Alþingi var endurreist.

Þingmenn söfnuðust saman í Alþingishúsinu kl. 1.15 miðdegis og gengu þaðan til guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1.30. Séra Sigríður Guðmarsdóttir steig í stólinn og lagði út af Fyrri konungabók 17:7--24.

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til Alþingishússins, fundarsalar Alþingis.

Þessir menn skipuðu þingið:

  1. Arnbjörg Sveinsdóttir, 5. þm. Austurl.
  2. Ágúst Einarsson, 11. þm. Reykn.
  3. Árni R. Árnason, 6. þm. Reykn.
  4. Árni Johnsen, 3. þm. Suðurl.
  5. Árni M. Mathiesen, 2. þm. Reykn.
  6. Ásta R. Jóhannesdóttir, 18. þm. Reykv.
  7. Ásta B. Þorsteinsdóttir, 15. þm. Reykv.
  8. Björn Bjarnason, 3. þm. Reykv.
  9. Bryndís Hlöðversdóttir, 12. þm. Reykv.
  10. Davíð Oddsson, 1. þm. Reykv.
  11. Egill Jónsson, 3. þm. Austurl.
  12. Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestf.
  13. Einar Oddur Kristjánsson, 3. þm. Vestf.
  14. Finnur Ingólfsson, 7. þm. Reykv.
  15. Friðrik Sophusson, 2. þm. Reykv.
  16. Geir H. Haarde, 4. þm. Reykv.
  17. Gísli S. Einarsson, 5. þm. Vesturl.
  18. Guðjón Guðmundsson, 4. þm. Vesturl.
  19. Guðmundur Bjarnason, 1. þm. Norðurl. e.
  20. Guðmundur Hallvarðsson, 10. þm. Reykv.
  21. Guðmundur Árni Stefánsson, 9. þm. Reykn.
  22. Guðni Ágústsson, 2. þm. Suðurl.
  23. Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv.
  24. Gunnlaugur M. Sigmundsson, 2. þm. Vestf.
  25. Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl.
  26. Halldór Blöndal, 2. þm. Norðurl. e.
  27. Hjálmar Árnason, 7. þm. Reykn.
  28. Hjálmar Jónsson, 2. þm. Norðurl. v.
  29. Hjörleifur Guttormsson, 4. þm. Austurl.
  30. Ingibjörg Pálmadóttir, 1. þm. Vesturl.
  31. Ísólfur Gylfi Pálmason, 4. þm. Suðurl.
  32. Jóhanna Sigurðardóttir, 13. þm. Reykv.
  33. Jón Kristjánsson, 2. þm. Austurl.
  34. Kristinn H. Gunnarsson, 5. þm. Vestf.
  35. Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv.
  36. Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn.
  37. Kristján Pálsson, 10. þm. Reykn.
  38. Lára Margrét Ragnarsdóttir, 6. þm. Reykv.
  39. Lúðvík Bergvinsson, 6. þm. Suðurl.
  40. Magnús Stefánsson, 3. þm. Vesturl.
  41. Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl.
  42. Ólafur G. Einarsson, 1. þm. Reykn.
  43. Ólafur Örn Haraldsson, 11. þm. Reykv.
  44. Páll Pétursson, 1. þm. Norðurl. v.
  45. Pétur H. Blöndal, 16. þm. Reykv.
  46. Ragnar Arnalds, 4. þm. Norðurl. v.
  47. Rannveig Guðmundsdóttir, 5. þm. Reykn.
  48. Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf.
  49. Sigríður Jóhannesdóttir, 8. þm. Reykn.
  50. Sigríður A. Þórðardóttir, 3. þm. Reykn.
  51. Siv Friðleifsdóttir, 4. þm. Reykn.
  52. Sólveig Pétursdóttir, 5. þm. Reykv.
  53. Stefán Guðmundsson, 3. þm. Norðurl. v.
  54. Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e.
  55. Sturla Böðvarsson, 2. þm. Vesturl.
  56. Svanfríður Jónasdóttir, 6. þm. Norðurl. e.
  57. Svavar Gestsson, 8. þm. Reykv.
  58. Tómas Ingi Olrich, 5. þm. Norðurl. e.
  59. Valgerður Sverrisdóttir, 3. þm. Norðurl. e.
  60. Vilhjálmur Egilsson, 5. þm. Norðurl. v.
  61. Þorsteinn Pálsson, 1. þm. Suðurl.
  62. Ögmundur Jónasson, 17. þm. Reykv.
  63. Össur Skarphéðinsson, 9. þm. Reykv.


Forsætisráðherra setur þingið.

[14:07]

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis gekk forsætisráðherra, Davíð Oddsson, til ræðustóls og las bréf handhafa valds forseta Íslands um að Alþingi skuli koma saman fimmtudaginn 1. október.

Forsætisráðherra lýsti yfir að Alþingi Íslendinga væri sett samkvæmt bréfi því sem hann hafði lesið. Sendi hann forsetahjónum hlýjar kveðjur í veikindum forsetafrúarinnar.

Þingheimur stóð upp og forsætisráðherra, Davíð Oddsson, mælti: ,,Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi.`` Tóku þingmenn undir þessi orð með ferföldu húrrahrópi.


Ávarp aldursforseta.

[14:10]

Aldursforseti, Ragnar Arnalds, bauð alþingismenn velkomna til þingstarfa og lét í ljós þá von að störf þessa þings yrðu landi og þjóð til heilla.


Minning Ólafs Þ. Þórðarsonar.

[14:13]

Aldursforseti minntist Ólafs Þ. Þórðarsonar, fyrrverandi alþingismanns, sem lést 6. september sl.


Kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa.

[14:15]

Hinn nýkjörni forseti gekk til forsetastóls og ávarpaði þingmenn.


Stefnuræða forsætisráðherra.

[14:21]

Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, flutti stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar.

Fundi frestað kl. 14:50.

---------------