Fundargerð 123. þingi, 2. fundi, boðaður 1998-10-01 20:30, stóð 20:28:01 til 23:01:24 gert 1 23:16
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

2. FUNDUR

fimmtudaginn 1. okt.,

kl. 8.30 síðdegis.

Dagskrá:


Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra.

[20:35]

Þar sem forsætisráðherra hafði þegar flutt stefnuræðu sína var samkomlag um að fulltrúar annarra þingflokka en Sjálfstæðisflokks hefðu tólf mínútur í fyrstu umferð.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk voru Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í annarri umferð og Guðmundur Hallvarðsson, 10. þm. Reykv., í þriðju umferð.

Ræðumenn þingflokks jafnaðarmanna voru í fyrstu umferð Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf., Lúðvík Bergvinsson, 6. þm. Suðurl., í annarri og Guðmundur Árni Stefánsson, 9. þm. Reykn., í þriðju umferð.

Fyrir Alþýðubandalag töluðu Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., í fyrstu umferð, í annarri Kristinn H. Gunnarsson, 5. þm. Vestf., og Bryndís Hlöðversdóttir, 12. þm. Reykv., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir þingflokk óháðra voru Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., og Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., í fyrstu umferð, í annarri Hjörleifur Guttormsson, 4. þm. Austurl., og í þriðju umferð Ögmundur Jónasson, 17. þm. Reykv.

Fyrir Samtök um kvennalista töluðu í fyrstu umferð Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., og í annarri og þriðju umferð Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv.

Fundi slitið kl. 23:01.

---------------