Fundargerð 123. þingi, 49. fundi, boðaður 1998-12-20 23:59, stóð 03:27:31 til 03:43:49 gert 21 10:43
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

49. FUNDUR

sunnudaginn 20. des.,

að loknum 48. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[03:27]


Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í stjórn Grænlandssjóðs til þriggja ára, frá 1. janúar 1999 til 31. desember 2001, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 6. gr. laga nr. 102 31. desember um Grænlandssjóð.

Einn listi barst sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Árni Johnsen alþingismaður,

Bryndís Kristjánsdóttir,

Haraldur Ólafsson prófessor,

Sigurrós Þorgrímsdóttir viðskiptafræðingur,

Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur.

Varamenn:

Jóhanna Vilhjálmsdóttir nemi,

Danfríður Skarphéðinsdóttir kennari,

Anna Jensdóttir kennari,

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur,

Gestur Gestsson stjórnmálafræðingur.


Frestun á fundum Alþingis, ein umr.

Stjtill., 379. mál. --- Þskj. 607.

[03:30]

[03:32]

Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 643).


Landmælingar og kortagerð, 3. umr.

Frv. meiri hluta umhvn., 370. mál (aðsetur Landmælinga). --- Þskj. 581.

Enginn tók til máls.

[03:32]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 644).


Almannatryggingar, 3. umr.

Stjfrv., 365. mál (örorkumat, skerðing lífeyris). --- Þskj. 640.

Enginn tók til máls.

[03:33]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 645).


Jólakveðjur.

[03:38]

Forseti las bréf frá Friðriki Sophussyni, 2. þm. Reykv., þar sem hann afsalar sér þingmennsku frá og með áramótum. Hann óskaði svo þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og farsæls árs. Ögmundur Jónasson, 17. þm. Reykv., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta gleðilegs árs.


Þingfrestun.

[03:42]

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las forsetabréf um að þingi væri frestað til 6. janúar 1999.

Fundi slitið kl. 03:43.

---------------