Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 327  —  146. mál.




Nefndarálit



um frv. til leiklistarlaga.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórunni J. Hafstein skrifstofustjóra, Karítas Gunnarsdóttur og Árna Gunnarsson frá menntamálaráðuneyti, Þórhildi Þorleifsdóttur frá Leiklistarsambandi Íslands, Hjálmar H. Ragnarsson frá Bandalagi íslenskra listamanna, Eddu Þórarinsdóttur frá Félagi íslenskra leikara, Pétur Einarsson frá Félagi íslenskra leik­stjóra, Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóra, Þuríði Pálsdóttur, Harald Ólafsson og Guðrúnu Helgadóttur frá þjóðleikhúsráði, Gunnar Helgason, Þórarin Eyfjörð og Eddu Björgvinsdóttur frá Bandalagi sjálfstæðra atvinnuleikhúsa og Vilborgu Valgarðsdóttur frá Bandalagi íslenskra leikara. Loks komu á fund nefndarinnar Hlín Gunnarsdóttir og María Kristjánsdóttir frá Leik­listarráði Íslands.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Íslenska dansflokknum, Ríkisútvarpinu, Leikara­félagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Bandalagi íslenskra leikfélaga, borgarleik­hússtjóra, Leikfélagi Reykjavíkur, þjóðleikhússtjóra, Leiklistarsambandi Íslands, Félagi ís­lenskra leikara, Bandalagi íslenskra listamanna, Félagi leikstjóra á Íslandi, Leikfélagi Akur­eyrar, Bandalagi atvinnuleikhópa, Páli Baldvini Baldvinssyni, Stöð 2 og Sigurði Karlssyni, formanni Leikfélags Reykjavíkur.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögum um Þjóðleikhús, nr. 58/1978, með síðari breytingum, og leiklistarlögum, nr. 33/1977, með síðari breytingum, verði steypt saman í ein heildstæð lög um leiklistarmálefni í landinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ákvæði um Þjóðleikhús verði gerð einfaldari og skýrari og færð til nútímahorfs. Skipan þjóðleikhúsráðs er breytt á þann veg að fulltrúar verða ekki lengur tilnefndir af fjórum stærstu þingflokkunum og Félagi ís­lenskra leikara heldur skipar menntamálaráðherra þrjá án tilnefningar en tvo samkvæmt til­nefningum Félags íslenskra leikara og Félags leikstjóra á Íslandi.
    Veruleg breyting er gerð á skipan leiklistarráðs í þeim tilgangi að gera ráðið bæði einfald­ara og skilvirkara sem ráðgefandi aðila fyrir menntamálaráðherra.
    Þá gerir frumvarpið ráð fyrir mikilsverðu nýmæli í 16. gr. sem er heimild ríkisins til að gera samninga við sveitarfélög, lögaðila, félög og stofnanir um fjárstuðning við atvinnuleik­hús eða svipaða starfsemi. Við þá samningsgerð gæti menntamálaráðuneytið t.d. leitað til leiklistarráðs sem ráðgefandi aðila.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali. Tillagan gerir ráð fyrir að þjóðleikhússtjóri skuli auk staðgóðrar þekk­ingar á starfi leikhúsa, eins og hæfisskilyrðin eru orðuð í núgildandi lögum, búa yfir menntun á sviði lista.

    Arnbjörg Sveinsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 25. nóv. 1998.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Tómas Ingi Olrich.



Kristín Ástgeirsdóttir.


Ólafur Örn Haraldsson.


Árni Johnsen.