Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 481  —  109. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um gagnagrunn á heilbrigðissviði.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (SF, TIO, GHall, SP, GÁ, SAÞ).



     1.      Við 4. gr. Í stað orðanna „nefnda skv. 6. og 9. gr.“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: nefndar skv. 6. gr.
     2.      Við 6. gr. Á eftir 2. málsl. 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Hún skal gæta hagsmuna heilbrigðisyfirvalda, heilbrigðisstofnana, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs­manna og vísindamanna við gerð samninganna. Þar skal m.a. samið um endurgjald rekstrarleyfishafa skv. 4. mgr. 4. gr. og endurgjald í formi aðgangs heilbrigðisstofnana, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna þeirra að upplýsingum úr gagnagrunninum vegna vísindarannsókna.
     3.      Við 9. gr.
                  a.      2.–5. mgr. falli brott.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Aðgengi heilbrigðisyfirvalda að upplýsingum í gagnagrunni á heilbrigðissviði.
     4.      Við 10. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Rekstrarleyfishafa skal heimil vinnsla í gagnagrunni á heilbrigðissviði úr þeim heilsu­farsupplýsingum úr sjúkraskrám sem þar eru skráðar, enda sé þess gætt við úrvinnslu og samtengingu upplýsinga að ekki sé unnt að tengja þær persónugreinanlegum einstakling­um. Rekstrarleyfishafi skal móta verklag og vinnuferli sem uppfylla skilyrði tölvunefnd­ar til að tryggja persónuvernd við samtengingu upplýsinga úr gagnagrunni á heilbrigð­issviði, gagnagrunni með ættfræðiupplýsingum og gagnagrunni með erfðafræðilegum upplýsingum. Um samtengingu upplýsinga í gagnagrunni á heilbrigðissviði við aðra gagnagrunna en fyrrgreinda fer samkvæmt ákvæðum laga um skráningu og meðferð per­sónuupplýsinga. Óheimilt er að veita upplýsingar um einstaklinga og skal það m.a. tryggt með aðgangstakmörkunum.
     5.      Við 18. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Ráðherra skal setja reglugerð um starfsemi nefndar um starfrækslu gagnagrunns á heil­brigðissviði, sbr. 6. gr. og um aðgangstakmarkanir skv. 2. mgr. 10. gr.